Almenn umsókn - Vélamenn
Við hjá Ístaki tökum reglulega að okkur fjölbreytt og krefjandi verkefni víðsvegar um landið. Við leitum ávallt að góðum vélamönnum og hvetjum þá sem hafa áhuga á að starfa með okkur til að sækja um almenna umsókn.
Verkefnin gætu falið í sér:
- Akstur og stjórnun vinnuvéla samkvæmt verklýsingum
- Daglega umhirðu og eftirlit með vélum og tækjum
- Skráningu á tíma og verkefnum
- Önnur verkefni eftir þörfum framkvæmdasvæðis
Hæfniskröfur:
- Vinnuvélaréttindi á stórar vinnuvélar skilyrði
- Meirapróf kostur.
- Reynsla af stjórnun stórra vinnuvéla skilyrði.
- Þekking og reynsla af GPS kerfum skilyrði.
- Þekking eða reynsla úr byggingariðnaði er kostur
Almennar umsóknir eru geymdar í allt að sex mánuði og meðhöndlaðar sem trúnaðarmál í samræmi við persónuverndarstefnu Ístaks.
Hafir þú spurningar um umsóknarferlið, hafðu samband við mannauðsdeild Ístaks á hr@istak.is.